Mat á umhverfisáhrifum

Þriðjudaginn 18. nóvember 2003, kl. 19:13:13 (1862)

2003-11-18 19:13:13# 130. lþ. 29.8 fundur 301. mál: #A mat á umhverfisáhrifum# (matsferli, málskotsréttur o.fl.) frv., 302. mál: #A skipulags- og byggingarlög# (úrskurðarnefnd, framkvæmdaleyfi) frv., MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 130. lþ.

[19:13]

Mörður Árnason (andsvar):

Forseti. Þetta var mjög merkileg yfirlýsing hjá hæstv. umhvrh. Það kemur fram að hæstv. umhvrh. virðist hvorki semja frumvörp sín né greinargerðir sjálf eða hafa nokkra hugmynd um hvað í þeim stendur. Það kemur fram að hún var að spyrja, í tengslum við þessa umræðu og væntanlega hér í hliðarsal, lögfræðing úr ráðuneytinu hvernig stæði á þessu með tilskipunina. Kannski hefur hæstv. umhvrh. ekki haft hugmynd um þessa tilskipun fyrr en nú í kvöld að lögfræðingurinn í hliðarsalnum sagði henni frá henni.

Ég fer fram á að þegar hæstv. ráðherrar bera fram stjórnarfrv. þá viti þeir hvað þeir eru að gera og viti hvernig þau stjórnarfrv. hafa verið búin til.