Mat á umhverfisáhrifum

Þriðjudaginn 18. nóvember 2003, kl. 19:31:21 (1868)

2003-11-18 19:31:21# 130. lþ. 29.8 fundur 301. mál: #A mat á umhverfisáhrifum# (matsferli, málskotsréttur o.fl.) frv., 302. mál: #A skipulags- og byggingarlög# (úrskurðarnefnd, framkvæmdaleyfi) frv., MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 130. lþ.

[19:31]

Mörður Árnason (andsvar):

Forseti. Segir ekki neitt eiginlega, en umtalsverð umhverfisáhrif eru samt skilgreind svona í lögunum sem nú gilda, með leyfi forseta:

,,Veruleg óafturkræf umhverfisáhrif eða veruleg spjöll á umhverfinu sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða bæta úr með mótvægisaðgerðum.``

Ég skil ekki til hvers hér er starfandi ráðuneyti og til hvers einn af hinum kjörnu fulltrúum landsins hefur verið gerður að umhvrh. ef þessi orð hafa enga merkingu. Ég skal viðurkenna að ég sé ekki það sem ráðherra vill láta mig sjá. Það er vegna þess að það er hulið, það er falið. Það sem á að koma í staðinn á að vera inni í leiðbeiningum hjá Skipulagsstofnun og síðan inni í texta sem hæstv. ráðherra ætlar sér, þessi eða sá næsti, að gefa út sjálfur einhvern tímann síðar meir. Það á ekki að koma til umfjöllunar á þinginu og þar með er búið að draga þannig vígtennurnar úr þessu plaggi að í raun og veru ættu alþingismenn að senda það bara heim með roknu skafti, eins og ort var hér forðum.