Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 18. nóvember 2003, kl. 20:51:58 (1887)

2003-11-18 20:51:58# 130. lþ. 29.10 fundur 307. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (uppsögn) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 130. lþ.

[20:51]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þetta er náttúrlega mjög merkileg orðræða í ljósi þess sem haft var að leiðarljósi þegar kjör kennara, hjúkrunarfræðinga og fjöldamargra annarra opinberra starfsmanna voru aðlöguð að launum á almennum markaði. Þar var einmitt alltaf verið að benda á það að laun á almennum markaði væru hærri og þess vegna þyrfti að hækka laun opinberra starfsmanna. En hv. þm. er að segja að þau eigi í rauninni að vera lægri vegna allra þeirra réttinda sem hanga með þeim.