Stuðningur við byggð og búsetu í Árneshreppi á Ströndum

Miðvikudaginn 19. nóvember 2003, kl. 14:33:39 (1922)

2003-11-19 14:33:39# 130. lþ. 31.1 fundur 51. mál: #A stuðningur við byggð og búsetu í Árneshreppi á Ströndum# fsp. (til munnl.) frá forsrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 130. lþ.

[14:33]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Ég get tekið undir það að mér finnst málið vera að komast í farveg þó að fyrr hefði verið betra. En ég tek eftir því að hæstv. forsrh. taldi ekki upp sjútvrn. þegar verið var að tala um þá sem áttu að fjalla um þessi mál. Ég tel að ein af grunnforsendum þess að byggð geti haldist þarna sé sú að þar hafi menn aðgang að þeirri auðlind sem er fólgin í sjónum. Ég held að ef menn ætli að byggja þarna til frambúðar þurfi þeir að eignast atvinnurétt til sjávarins sem þar er. Sá atvinnuréttur hefur verið tekinn af strandbyggðunum allt í kringum landið og þarf auðvitað að hafa það inni í myndinni ef menn ætla að varðveita þarna byggð að sá réttur verði endurheimtur.