Flutningur verkefna frá ríki til sveitarfélaga

Miðvikudaginn 19. nóvember 2003, kl. 14:50:15 (1931)

2003-11-19 14:50:15# 130. lþ. 31.2 fundur 144. mál: #A flutningur verkefna frá ríki til sveitarfélaga# fsp. (til munnl.) frá forsrh., GMJ
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 130. lþ.

[14:50]

Grétar Mar Jónsson:

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á því að þakka fyrirspyrjanda fyrir að vekja athygli á þessu máli. Það er mjög brýnt að fjallað sé um tekjuskiptingu sveitarfélaganna. Það hallar mjög á þau, ég tala nú ekki um sveitarfélög sem hafa orðið fyrir miklum kvótaskerðingum og standa uppi kvótalaus hringinn í kringum landið eins og víða er. Ég vil þakka þetta og bendi á að það er útilokað að taka yfir meira og setja meira á hendur sveitarfélaganna nema veruleg búbót verði gerð á tekjuskiptingunni.