Flutningur verkefna frá ríki til sveitarfélaga

Miðvikudaginn 19. nóvember 2003, kl. 14:51:08 (1932)

2003-11-19 14:51:08# 130. lþ. 31.2 fundur 144. mál: #A flutningur verkefna frá ríki til sveitarfélaga# fsp. (til munnl.) frá forsrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 130. lþ.

[14:51]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Mig langaði til þess að koma með spurningu til hæstv. forsrh. Nú liggur það fyrir að ríkisstjórnin stefnir að því að flytja fleiri verkefni til sveitarfélaganna frá ríkinu og að það þýðir að menn stefna að því að sveitarfélögin eflist og stækki. En það er ekkert sem segir að það verði almennt með þeim hætti því ekki liggur fyrir hvernig minnstu sveitarfélögin koma þá inn í þetta dæmi. Menn hljóta að þurfa að svara þeirri spurningu hvort það komi til greina að verkefni sveitarfélaganna verði mismunandi eftir stærð þeirra eða hvort menn ætla að klára þetta dæmi með því að sveitarfélögin verði öll fær um að taka að sér þau verkefni sem flutt verða frá ríkinu.

Ég spyr: Eiga að verða til tvenns konar sveitarfélög í landinu eða ætla stjórnvöld að taka þannig á málum að hægt verði að flytja verkefni til þeirra allra?