Nefndadagar

Miðvikudaginn 19. nóvember 2003, kl. 18:05:04 (1966)

2003-11-19 18:05:04# 130. lþ. 31.93 fundur 171#B nefndadagar# (um fundarstjórn), Forseti BÁ
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 130. lþ.

[18:05]

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti vill taka fram að það hlé sem gert verður á þingfundum til nefndastarfa hefur legið fyrir í starfsáætlun þingsins frá því í haust. Þessi athugasemd sem hv. þm. gerir er dálítið seint fram komin miðað við það að nefndastörf eiga að hefjast á morgun samkvæmt áætlun. Athugasemdin verður auðvitað tekin til umfjöllunar á fundi forsn. og að sama skapi hefur hv. þm. færi á að ræða þetta á fundi formanna þingflokka með forseta.