Fjárlög 2004

Þriðjudaginn 25. nóvember 2003, kl. 17:46:39 (2056)

2003-11-25 17:46:39# 130. lþ. 33.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 130. lþ.

[17:46]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ríkisstjórnin gaf um það mjög skýr fyrirheit að verja þúsund millj. kr. til þessa verkefnis. Í fjárlagafrv. standa þessar þúsund millj. kr. Þúsund milljónir eru þúsund milljónir. Það er alveg refjalaust. Það þarf enginn að fara í grafgötur um það. Það eru ekki 900 milljónir. Það eru ekki 1.100 milljónir. Það sem hefur verið sagt verður auðvitað staðið við og engar vífillengjur um það. Útfærslan á því er í höndum hæstv. ráðherra og ég ætla að það muni standa sem sagt er og hef enga ástæðu til að ætla annað. Þúsund milljónir eru samt áfram þúsund milljónir, engin nein önnur tala. Þannig það sé alveg skýrt. Það var samið um það. Það var gefin yfirlýsing um það.