Fjárlög 2004

Þriðjudaginn 25. nóvember 2003, kl. 19:07:27 (2070)

2003-11-25 19:07:27# 130. lþ. 33.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., HHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 130. lþ.

[19:07]

Helgi Hjörvar (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tók ekki betur eftir fyrr í umræðunni en hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson léki við hvern sinn fingur og hlýt ég að undrast nokkuð hvað það er sem gerir hann svo reiðan sem raun ber vitni. En hv. þm. sagði um orð mín um fjárveitingar í hans eigin kjördæmi, Norðvest., að það væri klámhögg. Ég held að ég láti orð þingmannsins standa um það.

Hinu hlýt ég svo að fagna að hér hefur hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson lýst því yfir að stjórnarmeirihlutinn muni fara að tillögu Samfylkingarinnar og hækka bætur til örorku- og ellilífeyrisþega í samræmi við hækkun launavísitölu á komandi ári og mun trúlega verja til þess þeim 600 millj. úr fjárlagaliðnum 08-204 sem til þarf. Fleira hef ég ekki um það að segja, virðulegur forseti.