Fjárlög 2004

Þriðjudaginn 25. nóvember 2003, kl. 19:08:33 (2071)

2003-11-25 19:08:33# 130. lþ. 33.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 130. lþ.

[19:08]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það hefur nú komið í ljós að hv. þm. getur mjög vel lært og því skora ég á hann að læra almannatryggingalögin. Þar stendur, hæstv. forseti, að kjör þeirra skuli fylgja almennri þróun verðlags eða almennri þróun launa. Þetta eru lögin í landinu, hafa verið það síðan 1996 og þeim hefur verið fylgt nákvæmlega. Það hefur margsinnis komið til ágreinings um þau, það hefur margsinnis verið sýnt fram á að svo hefur verið gert. Það er hins vegar rangt að það sé verið að fylgja launavísitölu. Munurinn á þessu er launaskrið sem er mjög óheppilegt að sé inni í þessum bótum og allir sammála því að launaskrið getur virkað bæði aftur á bak og áfram. Þetta ættu menn að geta séð. Það stendur í lögunum en það eru lögin sem gilda í þessu efni.