Fjárlög 2004

Þriðjudaginn 25. nóvember 2003, kl. 22:41:09 (2091)

2003-11-25 22:41:09# 130. lþ. 33.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., SJS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 130. lþ.

[22:41]

Steingrímur J. Sigfússon (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. félmrh. fyrir efnisríkt svar. Út af fyrir sig er skýrt að þessi forsmán eigi að standa. Þá vil ég spyrja hæstv. ráðherra og hann getur örugglega svarað aftur skýrt og skilmerkilega: Hvernig verður þá þessi skerðing útfærð? Stendur það að taka eigi 100 milljónir eða u.þ.b. af liðnum sem hefur gengið til þess að tryggja fastráðningarkjör fiskvinnslufólks? Og stendur það að skerða eigi bæturnar þrjá fyrstu daga sem menn eru atvinnulausir? Er sú framkvæmd í gadda slegin og tekur það þá gildi um áramótin?