Fjárlög 2004

Þriðjudaginn 25. nóvember 2003, kl. 23:47:09 (2100)

2003-11-25 23:47:09# 130. lþ. 33.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 130. lþ.

[23:47]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Mér er ljúft að svara þingmanni þjóðarinnar um framkvæmdir í kjördæmi hans. Ég get ekki fallist á að brotið hafi verið á kjördæmi hv. þingmanns. Fyrir dyrum stendur að opna hjúkrunarheimili á Vífilsstöðum sem eru í kjördæmi hans. Til stendur að opna heilsugæslustöð í janúar í kjördæmi hv. þingmanns, í Salahverfi í Kópavogi. Þar á eftir verður heilsugæslustöð í Voga- og Heimahverfi, og við höfum fengið heimild og munum auglýsa eftir húsnæði fyrir heilsugæslustöð í Hafnarfirði. Við erum að skoða með hvaða hætti sú heilsugæslustöð verður rekin. Það kemur t.d. til greina að semja við sjálfstætt starfandi heilsugæslulækna um rekstur í Hafnarfirði. (Forseti hringir.) En ég verð að geyma til síðari ræðu minnar nánari umræðu um heilsugæsluna.