Fjárlög 2004

Þriðjudaginn 25. nóvember 2003, kl. 23:54:43 (2106)

2003-11-25 23:54:43# 130. lþ. 33.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 130. lþ.

[23:54]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er ágætt að við erum sammála í þessu. Ég vil taka aftur undir með hv. þingmanni að auðvitað eiga menn að fara gætilega í fjárfestingum. Það hefur verið stofnað til of mikilla skulda hjá sumum. Margir hafa þó byrjað hægt og rólega og gengið mjög vel og því ber að fagna. Það ríkir vissulega mikil bjartsýni í þessari grein, ekki síst vegna þess að með hverju árinu eykst ferðamannastraumurinn til landsins og allt stefnir í að hann verði margfaldur eftir nokkur ár. Þess vegna verðum við líka að geta boðið upp á gistiaðstöðu fyrir þá.