ArnbS fyrir TIO

Miðvikudaginn 26. nóvember 2003, kl. 13:32:21 (2135)

2003-11-26 13:32:21# 130. lþ. 34.95 fundur 185#B ArnbS fyrir TIO#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 130. lþ.

[13:32]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá hv. 6. þm. Norðaust., Tómasi Inga Olrich, dags. 20. nóvember 2003:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að óska þess að 1. varaþm. Sjálfstfl. í Norðaust., frú Arnbjörg Sveinsdóttir, taki sæti mitt á Alþingi á meðan, frá 26. nóvember til 11. desember nk.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.``

Kjörbréf Arnbjargar Sveinsdóttur hefur verið rannsakað og samþykkt. Hún hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa.