Fjárlög 2004

Miðvikudaginn 26. nóvember 2003, kl. 13:42:22 (2140)

2003-11-26 13:42:22# 130. lþ. 34.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 130. lþ.

[13:42]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs flytja allmargar brtt. við fjárlagafrv. eins og nefndarmaður okkar í fjárln. hefur þegar gert grein fyrir. Við flytjum tillögur um tekjuöflun til að mæta að verulegu leyti útgjöldum vegna þessara brtt. Þær eru tvíþættar. Annars vegar fela þær í sér að álagning hátekjuskatts verði með sama sniði og var um árabil, að álagið á hæstu tekjur eða laun ofan við ákveðin viðmiðunarmörk verði 7%. Hins vegar gera þær ráð fyrir breyttri álagningu fjármagnstekjuskatts, þ.e. að skattlagningu vaxta, arðs, hagnaðar af sölu hlutabréfa og öðru slíku verði hagað þannig að það skili um 2 milljörðum kr. í ríkissjóð, með frítekjumarki og hærri skattþrepum en nú eru.

Með þessu mundum við afla rúmlega 3 milljarða kr. tekna upp í þær brtt. sem við flytjum á útgjaldahlið.