Fjárlög 2004

Miðvikudaginn 26. nóvember 2003, kl. 13:47:16 (2142)

2003-11-26 13:47:16# 130. lþ. 34.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., AKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 130. lþ.

[13:47]

Anna Kristín Gunnarsdóttir:

Herra forseti. Sú tillaga sem hér er til atkvæða er fyrsta tillagan af þrem sem Samfylkingin leggur fram til þess að fá fram hækkun á fjárframlögum til háskólanna, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Kennaraháskóla Íslands. Þessar tillögur eru fyrst og fremst táknrænar fyrir þann mikla vanda sem við vitum að við er að eiga hjá háskólunum, m.a. vegna mikillar fjölgunar nemenda. Ég segi því já.