Fjárlög 2004

Miðvikudaginn 26. nóvember 2003, kl. 13:48:20 (2143)

2003-11-26 13:48:20# 130. lþ. 34.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 130. lþ.

[13:48]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Virðulegur forseti. Þessi tillaga er sú fyrsta í röðinni af þremur sem þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs leggja til við þessa atkvæðagreiðslu til þess að standa vörð um kennslu og rannsóknir á háskólastigi. Hér er verið að greiða atkvæði um það að kennsluþátturinn og rannsóknarþátturinn hjá Háskóla Íslands verði aukinn og svo í framhaldinu erum við með tillögur varðandi Háskólann á Akureyri og Kennaraháskóla Íslands sem lúta að svipuðum og sömu þáttum. Það er auðvitað alfarið á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að skert skuli vera það framlag sem Háskóli Íslands hefur notið til rannsókna síðustu þrjú árin. Til þess að rétta við og efla rannsóknir við þann skóla er nauðsynlegt að greiða þessari tillögu atkvæði. Ég segi því já.