Fjárlög 2004

Miðvikudaginn 26. nóvember 2003, kl. 13:53:35 (2144)

2003-11-26 13:53:35# 130. lþ. 34.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 130. lþ.

[13:53]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Hæstv. forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um það hvort framhaldsskólarnir fái tækifæri og möguleika á því að hleypa öllum þeim stúdentum þar inn sem vilja stunda nám við framhaldsskólana. Stjórn Félags framhaldsskólakennara hefur ályktað um þetta mál og ljóst er að út af standa a.m.k. 400 nemendur þrátt fyrir þá leiðréttingu sem meiri hluti fjárln. lagði til í brtt. sínum. Til þess að ekki þurfi að vísa ungu fólki frá námi í framhaldsskólunum þarf að samþykkja þá tillögu sem hér liggur fyrir. Ég segi því já.