Fjárlög 2004

Miðvikudaginn 26. nóvember 2003, kl. 14:32:04 (2155)

2003-11-26 14:32:04# 130. lþ. 34.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 130. lþ.

[14:32]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Hér leggur Samfylkingin til að færa 100 millj. frá yfirstjórn Vegagerðarinnar í öryggisaðgerðir sem felast í að fækka svörtum blettum sem búið er að kortleggja á þjóðvegum. Slík aðgerð í Reykjavík þar sem sett var sérstök fjárveiting í að fækka svörtum blettum hefur borið mikinn árangur í fækkun umferðarslysa í borginni.

Við viljum hér með marka tekjur til sambærilegs starfs í slysavörnum á þjóðvegum. Ég segi því já.