Fjárlög 2004

Miðvikudaginn 26. nóvember 2003, kl. 14:41:14 (2159)

2003-11-26 14:41:14# 130. lþ. 34.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., HHj (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 130. lþ.

[14:41]

Helgi Hjörvar:

Virðulegur forseti. Í 15. tölulið á þskj. 427 er að finna breytingartillögu Samfylkingarinnar við lið 12-902 sem eru framlög til Samkeppnisstofnunar. Það er tillaga um að auka framlög til hennar um 30 millj. kr., en fram kom á fundi Samkeppnisstofnunar með fjárln. að hún hefur verið undir hagræðingarkröfu sem frá stofnun hennar hefur gert henni að spara nú uppsafnað um 20 millj. kr. Það er augljóst að aðstaða Samkeppnisstofnunar til rannsókna er ekki nægilega góð. Rannsóknir þar hafa tekið allt of langan tíma eins og þjóðinni er kunnugt. Ef ríkisstjórnin meinar eitthvað með áhyggjum af samþjöppun eignarhalds í einstökum atvinnugreinum þá hlýtur hún að ljá tillögunni lið sitt.