Fjárlög 2004

Miðvikudaginn 26. nóvember 2003, kl. 14:45:01 (2161)

2003-11-26 14:45:01# 130. lþ. 34.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., MÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 130. lþ.

[14:45]

Mörður Árnason:

Forseti. Náttúrufarskort og önnur grunngögn eru forsenda skynsamlegra ákvarðana í umhverfismálum, og jafnframt í atvinnumálum og fjölda málaflokka sem okkur varðar. Á nýafstöðnu umhverfisþingi voru miklar heitstrengingar og kröfur um að þessi kort yrðu gerð. Þær kröfur bárum við samfylkingarmenn fram í þinginu í frv. Bryndísar Hlöðversdóttur o.fl. Við höfðum frumkvæði að því í umhvn. að náttúrufarskortin voru sett inn í sameiginlegt álit nefndarinnar til fjárln. Þessar tillögur vantar hins vegar hjá meiri hluta fjárln. Það hljóta að vera mistök. Hér gefst þingheimi kostur á að bæta úr þeim mistökum. Ég segi já.