Fjárlög 2004

Miðvikudaginn 26. nóvember 2003, kl. 14:48:00 (2162)

2003-11-26 14:48:00# 130. lþ. 34.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 130. lþ.

[14:48]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Hæstv. forseti. Hér er um að ræða framlög til hinna landshlutabundnu náttúrustofa. Þeir þingmenn sem hlustuðu á ræðu mína í gær urðu þess vísir að í fjárlagafrv. er ekki gert ráð fyrir að fylgt verði eftir lagaákvæði sem lýtur að því að ríkisvaldið skuli greiða sem svarar launum forstöðumanns hjá náttúrustofunum ásamt jafnhárri upphæð til almenns rekstrar.

Laun forstöðumanna með launatengdum gjöldum hjá stofunum eru 5,8 millj. kr. Það þýðir að lögbundið grunnframlag til hverrar stofu ætti að vera 11,6 millj. kr. Það er það sem þessi brtt. gengur út á en við munum að sjálfsögðu styðja þá brtt. meiri hluta fjárln. að stofurnar fái aukið framlag til sérstakra verkefna. En skilyrðið er að grunnframlag til hverrar stofu sé í samræmi við lög, þ.e. 11,6 millj. kr.