Fjárlög 2004

Miðvikudaginn 26. nóvember 2003, kl. 14:56:04 (2164)

2003-11-26 14:56:04# 130. lþ. 34.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 130. lþ.

[14:56]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Við höfum óskað eftir því að hér komi sérstaklega til atkvæða töluliður 4.1 í 6. gr. frv., í heimildargrein, þannig að fram fari atkvæðagreiðsla um það sérstaklega hvort heimila eigi sölu á landi Keldna og Keldnaholts og verja hluta andvirðisins til eflingar vísindarannsóknum. Við teljum reyndar að öll þessi áform orki mjög tvímælis og áskiljum okkur fullan rétt til andstöðu við að í þetta verði ráðist yfir höfuð. En það bítur auðvitað höfuðið af skömminni ef sömuleiðis á í þessu tilviki aðeins að ráðstafa hluta andvirðisins, þeirra miklu verðmæta sem þarna eru fólgin í verðmætu landi og húsnæði, til að efla vísindarannsóknir. Til slíks var stofnað og er enn þann dag í dag með rekstri starfseminnar á Keldum. Öll þessi áform eru því afar tortryggileg. Eins og þetta er í pottinn búið er ekki annað hægt en að greiða atkvæði gegn þessu ákvæði frv.