Örorkubætur og fæðingarstyrkur

Miðvikudaginn 26. nóvember 2003, kl. 15:55:59 (2186)

2003-11-26 15:55:59# 130. lþ. 35.5 fundur 319. mál: #A örorkubætur og fæðingarstyrkur# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., PHB
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur, 130. lþ.

[15:55]

Pétur H. Blöndal:

Frú forseti. Sú fyrirspurn sem hér er verið að ræða fjallar um hvað skuli teljast til tekna. Fæðingarstyrkur og fæðingarorlof er hugsað sem tekjutrygging fyrir þann sem fer í fæðingarorlof og kemur þar af leiðandi í stað tekna. Þess vegna er ósköp eðlilegt að þær skerði örorkustyrkinn og örorkubætur eins og aðrar tekjur sem maðurinn hefur.

Mér hefur alltaf þótt undarlegt hve margar bætur frá Tryggingastofnun skerða ekki örorkustyrkinn eða örorkubæturnar. Ég vildi gjarnan að menn skoðuðu það af hverju tekjur sem menn hafa vegna vinnu sinnar, þegar þeir eru að skúra, afgreiða í verslun eða eitthvað slíkt, skerða en ekki aðrar tekjur, t.d. bætur, sem menn hafa.

Síðan er það atriði sem þarf að koma fram, þ.e. að flestir eru með örorkulífeyri frá lífeyrissjóði og hann skerðist að sjálfsögðu ekki.