Örorkubætur og fæðingarstyrkur

Miðvikudaginn 26. nóvember 2003, kl. 15:59:17 (2188)

2003-11-26 15:59:17# 130. lþ. 35.5 fundur 319. mál: #A örorkubætur og fæðingarstyrkur# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur, 130. lþ.

[15:59]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Virðulegi forseti. Eins og fram kom þá mun ég skoða tiltekin atriði þessa máls að því er varðar fæðingarstyrk þar sem hann er greiddur foreldrum sem eru utan vinnumarkaðar eða í námi. En varðandi þessi mál almennt þá þarfnast almannatryggingalögin vissulega endurskoðunar. Eins og oft hefur komið fram í umræðum um það þá er það mikið verk. Við erum að velta fyrir okkur hvernig við stöndum að því en meðan ekki hefur verið hrundið af stað enn einu sinni allsherjarendurskoðun þá getur verið ástæða til þess að taka afmörkuð svið eða afmörkuð atriði fyrir eins og ég hef rætt um í svari mínu við fyrirspurn hv. þm.

Ég þakka fyrir þessa umræðu og endurtek að við munum skoða þessi tilteknu atriði.