Sala á hlut ríkisins í Landsbanka og Búnaðarbanka

Miðvikudaginn 26. nóvember 2003, kl. 18:09:38 (2192)

2003-11-26 18:09:38# 130. lþ. 35.6 fundur 315. mál: #A sala á hlut ríkisins í Landsbanka og Búnaðarbanka# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur, 130. lþ.

[18:09]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Ég óska eftir því að hæstv. ráðherra geri okkur grein fyrir því hvort hún sé sátt við þá stöðu mála sem orðin er. Það hefur komið í ljós að þeir fjármunir sem fengust fyrir Landsbankann eru miklu minni en um var samið. Gengisáhættan hefur komið mönnum í koll og það þýðir ekkert að halda því fram að menn hafi ekki tapað á henni þó að menn hafi ákveðið að greiða niður skuldir. Ef þetta hefði verið miðað við gengi á Íslandi væru menn með miklu meiri peninga til að borga þessar skuldir, er það ekki? Þess vegna finnst mér að hæstv. ráðherra ætti kannski svolítið að segja okkur hvernig henni finnst til hafa tekist. Mér sýnist að bankarnir séu miklu meira virði en ríkisstjórnin taldi að þeir væru.

Síðan er það með þessar 700 millj. Mér sýnist að þar hafi menn aldeilis leikið af sér í stöðunni, að taka ábyrgð á áhættu bankans inn í framtíðina og að sú ábyrgð væri með engum hætti tengd afkomu bankans.