Viðbótarsamningar við Norður-Atlantshafssamninginn

Föstudaginn 28. nóvember 2003, kl. 12:14:30 (2290)

2003-11-28 12:14:30# 130. lþ. 38.1 fundur 249. mál: #A viðbótarsamningar við Norður-Atlantshafssamninginn# þál., Frsm. meiri hluta SP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 130. lþ.

[12:14]

Frsm. meiri hluta utanrmn. (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er alveg ljóst að hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon er að snúa út úr staðreyndum mála í sinni ræðu. Hann sneri líka út úr þeim upplýsingum sem koma fram í blaði frá utanrrn. og hann óskaði sjálfur eftir.

Ég spyr á móti: Hver er stefna Vinstri grænna í öryggis- og varnarmálum? Ég lýsi eftir slíkri stefnu. Má skilja hv. þm. sem svo að engin þörf sé fyrir varnir í heiminum í dag? Telja Vinstri grænir að hvergi yrðu stríð eða átök í heiminum ef engar varnir væru fyrir hendi? Hafa þeir ekki áttað sig á þeim breytingum sem hafa orðið á heimsmálum?

Að lokum: Átta þeir sig á því að stefna Vinstri grænna í varnar- og öryggismálum er algjörlega óraunhæf og skilur sig alveg frá straumum í stjórnmálum í Evrópu? Svör óskast.