Fjáraukalög 2003

Föstudaginn 28. nóvember 2003, kl. 14:29:06 (2313)

2003-11-28 14:29:06# 130. lþ. 38.7 fundur 87. mál: #A fjáraukalög 2003# frv. 123/2003, JGunn (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 130. lþ.

[14:29]

Jón Gunnarsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. formanni fjárln. fyrir svörin við fyrirspurn minni. Ég gat ekki heyrt annað en að hann væri sammála mér í því að þarna væri verið að fara talsvert mikið umfram það sem menn áætluðu.

Það sem ég saknaði í svari hans var hver beri ábyrgð á svona löguðu. Hver hefur opið tékkhefti á ríkissjóð og getur í raun haldið áfram eða farið af stað, réttara sagt, með svona endurbætur og breytingar, með svona arfavitlausa áætlun, eins og hér kemur fram, upp á 130 millj. kr.? En núna virðist þetta ætla að enda í 290 millj. Spurningin er: Verður það endanlegur kostnaður eða horfum við kannski á þrefaldan kostnað miðað við fyrstu áætlun?

Virðulegi forseti. Spurning mín er: Hver ber ábyrgð á þessu?