GÓJ fyrir HÁs og HlH fyrir SJS

Þriðjudaginn 02. desember 2003, kl. 13:33:12 (2331)

2003-12-02 13:33:12# 130. lþ. 39.94 fundur 203#B GÓJ fyrir HÁs og HlH fyrir SJS#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 130. lþ.

[13:33]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hafa tvö bréf um fjarvistir þingmanna. Hið fyrra er frá 7. þm. Reykv. n., Halldóri Ásgrímssyni, dagsett 28. nóvember 2003, og hljóðar svo:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður Framsfl. í Reykv. n., Guðjón Ólafur Jónsson héraðsdómslögmaður, taki sæti á Alþingi á meðan.``

Guðjón Ólafur Jónsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa.

Síðara bréfið er frá 5. þm. Norðaust., Steingrími J. Sigfússyni, dagsett 28. nóvember 2003:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs í Norðaust., Hlynur Hallsson myndlistarmaður, Akureyri, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.``

Kjörbréf Hlyns Hallssonar hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hann hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.