Fjáraukalög 2003

Þriðjudaginn 02. desember 2003, kl. 13:36:11 (2333)

2003-12-02 13:36:11# 130. lþ. 39.1 fundur 87. mál: #A fjáraukalög 2003# frv. 123/2003, EMS (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 130. lþ.

[13:36]

Einar Már Sigurðarson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Eins og fram hefur komið í umræðum um fjáraukalög fyrir árið 2003 teljum við að ýmislegt þar sé ekki í takt við fjárreiðulög. Við teljum að margt í frv. hafi átt heima í fjárlögum þessa árs og ýmislegt frekar eiga heima í fjárlögum næsta árs. Við komum þar af leiðandi ekki nálægt þessari afgreiðslu á annan hátt en þann að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna og mun það gilda jafnframt um þær breytingartillögur sem hér liggja fyrir því þær eru ekki í anda fjárreiðulaga frekar en það sem kemur frá ríkisstjórn og meiri hluta fjárln.