Tryggingagjald

Þriðjudaginn 02. desember 2003, kl. 14:35:36 (2352)

2003-12-02 14:35:36# 130. lþ. 39.14 fundur 89. mál: #A tryggingagjald# (viðbótarlífeyrissparnaður) frv. 121/2003, Frsm. meiri hluta PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 130. lþ.

[14:35]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Það sem gerðist með gengið var akkúrat öfugt. Það snarlagaðist og er meira að segja til vandræða núna hvað það er hátt. Það er einfalt svar við því. Það var engin tifandi tímasprengja að það væri að falla.

En hv. þm. sagði enn fremur að eini sparnaðarhvatinn sem hefði verið komið á væri þetta tryggingagjald sem við ræðum, sem að sjálfsögðu eru bætur. Það er verið að hvetja fólk með bótum til að spara og það er verið að fella niður bætur. Það er það sem við erum að gera með þessu frv. (Gripið fram í.) Nei, ég vil nefna að það var líka farið út í hlutabréfahvata með því að menn gátu dregið frá hlutabréfakaup sem olli því að fleiri tugir þúsunda landsmanna eru núna hlutafjáreigendur og verða það áfram. Það var m.a. gert til þess að hvetja verðbréfamarkaðinn og setja hann í gang og hann fór í gang og hann er í gangi þótt hvatinn sé farinn.