Íslenska táknmálið

Þriðjudaginn 02. desember 2003, kl. 17:47:45 (2375)

2003-12-02 17:47:45# 130. lþ. 39.22 fundur 374. mál: #A íslenska táknmálið# frv., 375. mál: #A breyting á ýmsum lögum vegna íslenska táknmálsins# frv., MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 130. lþ.

[17:47]

Mörður Árnason (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. 4. þm. Norðvest. fyrir orð hans og ítrekun á stuðningnum við þetta mál. Það sem liggur hins vegar fyrir er að í fimm ár, svo að við tökum bara tímabilið frá 1998, hefur ekkert birst frá menntmrn. í þeim dúr sem hæstv. forsrh. óskaði eftir. Það er ekki minn dómur að hér hafi ekkert gerst, það er dómur Félags heyrnarlausra í bréfi sem það skrifaði öllum þingflokkum og hv. þm. á að kannast við vegna þess að hann er þingflokksformaður þess flokks sem hér er til umræðu. Þar segir þetta, með leyfi forseta:

,,Niðurstaða nefndanna hefur litlu skilað er lýtur að bættri stöðu íslenska táknmálsins.``