Tryggingagjald

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 13:54:12 (2414)

2003-12-03 13:54:12# 130. lþ. 40.1 fundur 89. mál: #A tryggingagjald# (viðbótarlífeyrissparnaður) frv. 121/2003, ÖS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 130. lþ.

[13:54]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Þessi ríkisstjórn hóf þingveturinn með því að lofa gríðarlegustu skattalækkunum sem nokkurn tíma hefur heyrst af. Hvernig efnir hún það? Hún efnir það með því að láta lið sitt samþykkja m.a. þetta frv. sem felur í sér kjaraskerðingu, auknar álögur sem nema 580 millj. Hún efnir það líka með því að hækka bensíngjald, með því að hækka þungaskatt og með því að lækka vaxtabætur. Þannig byrjar þessi ríkisstjórn að efna loforð sín. Hún svíkur allt það sem hún sagði um skattalækkanir. Samf. greiðir að sjálfsögðu atkvæði gegn þessu frv.