Rannsóknir á setlögum við Ísland

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 14:00:21 (2416)

2003-12-03 14:00:21# 130. lþ. 41.1 fundur 355. mál: #A rannsóknir á setlögum við Ísland# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., Fyrirspyrjandi GHall
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[14:00]

Fyrirspyrjandi (Guðmundur Hallvarðsson):

Herra forseti. Það hefur mátt lesa um það í fjölmiðlum nú undanfarið að erlendir aðilar, nánar tiltekið rússneskir vísindamenn, hafa verið að rannsaka hafsbotn og setlög við Norðurland. Ekki eru mörg ár síðan sett voru sérstök lög sem vísa til þeirra laga sem erlendis eru vegna leitar á hafsbotni og olíu- og gasvinnslu. Þau ánægjulegu tíðindi gerðust þegar hæstv. viðskrh. lagði fram frv. sem samþykkt var árið 2001 á Alþingi til að aðlaga störf erlendra aðila að íslenskum lögum hvað áhrærir leit í setlögum við Ísland.

Herra forseti. Ég leyfi mér að leggja svohljóðandi fyrirspurn fyrir hæstv. iðnrh.:

1. Hvaða erlend fyrirtæki hafa sótt um leyfi til iðnaðarráðuneytisins um rannsóknir á setlögum við Ísland sl. þrjú ár?

2. Hafa fyrirtæki hafið rannsóknir á setlögum innan efnahagslögsögunnar og ef svo er, á hvaða svæðum?

3. Hverjar eru helstu niðurstöður þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið?

4. Hvert verður framhald rannsókna á setlögum við Ísland og hvert er hlutverk Íslenskra orkurannsókna?

5. Hvað þarf mikið fjármagn og vinnu til að fá fullnægjandi vitneskju um hvort olíu og/eða gas sé að finna úti fyrir Norðurlandi?

6. Telur ráðherra að lög um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, nr. 13/2001, séu sambærileg við lög annarra ríkja þar sem erlend félög vinna að rannsóknum á setlögum í tengslum við vinnslu olíu og gass?