Rannsóknir á setlögum við Ísland

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 14:07:12 (2418)

2003-12-03 14:07:12# 130. lþ. 41.1 fundur 355. mál: #A rannsóknir á setlögum við Ísland# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., BJJ
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[14:07]

Birkir J. Jónsson:

Hæstv. forseti. Ég fagna spurningum hv. þm. Guðmundar Hallvarðssonar um það áhugaverða verkefni sem hér um ræðir og er rannsóknir á setlögum fyrir Norðausturlandi. Ég hef þá trú að hér sé um virkilega áhugavert verkefni að ræða sem geti skipt miklu máli fyrir atvinnumál á því svæði.

Ég vil jafnframt fagna þeim mikla áhuga sem iðn.- og viðskrh. hefur sýnt þessu málefni. Það skiptir gríðarlega miklu máli. Við þurfum ekki að horfa nema til nágrannalanda okkar, svo sem Noregs, til að sjá hversu miklar þjóðargersemar þessar auðlindir eru. Það ber að nýta þessar auðlindir í þágu okkar ef þær eru þar fyrir hendi. Ég hvet hæstv. iðnrh. og viðskrh. áfram í því efni að rannsaka þetta mál betur.