Starfskjör á fjármálamarkaði

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 14:18:34 (2424)

2003-12-03 14:18:34# 130. lþ. 41.2 fundur 347. mál: #A starfskjör á fjármálamarkaði# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., LB
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[14:18]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að kalla eftir svörum frá hæstv. ráðherra um þessi efni og reyna að draga það fram hvort einhver vinna sé í gangi við að setja almennar reglur.

Mig langaði, virðulegi forseti, að beina þeirri fyrirspurn til hæstv. viðskrh. í tengslum við þá samninga sem hafa verið til umræðu undanfarið hvernig hún telji að skattaleg meðferð á kaupréttarsamningum eigi að vera, þ.e. hvort það eigi að skattleggja kaupréttarsamninga sem fjármagnstekjur væru eða hvort skattleggja eigi kaupréttarsamninga og hagsmuni af þeim í samræmi við launatekjur. Ég tel skipta miklu máli hvernig þetta er gert og ég tel mikilvægt að afstaða hæstv. viðskrh. til þess máls liggi fyrir á hinu háa Alþingi.