Náttúruverndaráætlun

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 15:24:13 (2456)

2003-12-03 15:24:13# 130. lþ. 41.6 fundur 169. mál: #A náttúruverndaráætlun# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., Fyrirspyrjandi GÓJ
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[15:24]

Fyrirspyrjandi (Guðjón Ólafur Jónsson):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. umhvrh. fyrir svörin. Það liggur fyrir að í tillögum Umhverfisstofnunar er gert ráð fyrir því að 75 svæði verði vernduð til lengri tíma. Í þeim drögum sem umhvrn. hefur unnið að í náttúruverndaráætlun er gert ráð fyrir að 14 svæði verði á náttúruverndaráætlun, auk Vatnajökuls, ef ég hef skilið það rétt. Ég vil ítreka þakkir mínar til hæstv. ráðherra fyrir þessa vinnu. Þarna hefur greinilega mikil vinna farið fram og hæstv. ráðherra á heiður skilinn fyrir þann þátt.

Það kom fram hér í máli hæstv. umhvrh. að till. til þál. um náttúruverndaráætlun 2004--2008 yrði lögð fram á hinu háa Alþingi fljótlega. Ég fagna því og tel nauðsynlegt að hv. alþingismenn fái tækifæri til að ræða náttúruvernd og náttúruverndaráætlun. Í gamla daga var náttúruminjaskrá og náttúruvernd meira og minna til umræðu annars staðar en á hinu háa Alþingi.

Að lokum ítreka ég þakkir mínar til hæstv. ráðherra fyrir svörin og það góða starf sem hún hefur unnið í þessum málum.