Heilsuverndarstöð Reykjavíkur

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 19:36:19 (2511)

2003-12-03 19:36:19# 130. lþ. 41.15 fundur 240. mál: #A Heilsuverndarstöð Reykjavíkur# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[19:36]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Ég endurtek það sem ég sagði áðan. Ég vil koma viðræðum við borgina af stað aftur. Það er alveg rétt að þær stofnanir sem eru þarna inni hafa ekki bolmagn til að fara í endurbætur og framkvæmdir á húsinu. Það er ónýtt pláss á 4. hæð Heilsuverndarstöðvarinnar sem þarf mikið viðhald og endurbætur en grundvallaratriðið er að ríki og borg komist að samkomulagi, setji niður áætlun um þetta mál sem sé síðan unnið áfram. Það liggja ekki fyrir fjármunir í þetta núna en við þurfum að halda viðræðunum áfram og komast til botns með nýtingu hússins og hvaða stefnumörkun verði tekin upp um það hvort ríkið sé tilbúið að kaupa hlut borgarinnar eða hvort menn fari einhverja aðra leið. Það þurfa ríkið og borgin að koma sér saman um og við viljum fara í þá vinnu, eða halda henni áfram því að þetta er ekki nýtt mál.