Rýmingar- og björgunaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 20:22:19 (2530)

2003-12-03 20:22:19# 130. lþ. 41.19 fundur 369. mál: #A rýmingar- og björgunaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., MÁ (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[20:22]

Mörður Árnason:

Forseti. Ég heyrði ekki betur en hæstv. dómsmrh. sakaði mig og fyrirspyrjanda um ábyrgðarleysi í umræðum um mikilvæg mál, að við værum að draga hér upp vísindaskáldsögur um algjöra rýmingu á höfuðborgarsvæðinu sem ég vona nú að komi ekki til. Hv. fyrirspyrjandi talaði í seinni ræðu sinni um einstök hverfi. Það er auðvitað þannig að nokkrar leiðir liggja frá höfuðborgarsvæðinu. Við vitum ekki meira um það en hæstv. dómsmrh. til hvers þarf að grípa ef upp kemur staða sem getur komið upp, eins og við sögðum, t.d. hryðjuverk, náttúruhamfarir eða aðrir slíkir hlutir, stórslys t.d. á flugvélum því að hér er flugvöllur t.d. á höfuðborgarsvæðinu sem hæstv. dómsmrh. hefur staðið fyrir í öðrum störfum sínum að hér verði áfram um alla eilífð. (Gripið fram í: ... bera af sér sakir, forseti?) Ég ber af mér þær sakir með því að spyrja: Hvaða vísindaskáldsaga var það sem gerðist árið 1973 í Vestmannaeyjum og leiddi til þess að rýma þurfti allt svæðið? Hvað hefði hæstv. dómsmrh. gert í þeirri stöðu? Haldið öllum heima? (Gripið fram í.) (Dómsmrh.: Hef ég tækifæri til þess að svara spurningunum?)