Lögfræðiálit frá Lagastofnun HÍ

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 10:41:48 (2558)

2003-12-04 10:41:48# 130. lþ. 42.91 fundur 205#B lögfræðiálit frá Lagastofnun HÍ# (aths. um störf þingsins), PHB
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[10:41]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Ég hef séð það álit lögfræðings sem fjmrn. hefur fengið en þess var óskað af nefndarmönnum í hv. efh.- og viðskn. að fengið yrði lögfræðiálit til viðbótar sem yrði þá óháð, ekki unnið fyrir fjmrn., og það var sammælst um það að þeir lögfræðingar sem ynnu þessi tvö álit hefðu um það samráð til þess að flýta fyrir. Þess vegna tel ég ekki eðlilegt að afhenda eða sýna fyrra lögfræðiálitið fyrr en það seinna liggur fyrir. Það mun verða á mánudaginn 8. desember sem það liggur fyrir.