Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 14:35:41 (2637)

2003-12-04 14:35:41# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., Frsm. meiri hluta MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[14:35]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Magnús Stefánsson) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þm. talaði um véfréttastíl. Mér fannst hann nú sjálfur falla í þann pyttinn og ætla ekki að svara því.

En varðandi heilbrigðisstofnanir og heilbrigðiskerfið þá minni ég á að samkvæmt fjárlagafrv. eins og það liggur fyrir er gert ráð fyrir milljarðahækkun í fjárheimildum til heilbrigðiskerfisins. Í því felst ekki að ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir ætli að fara að ráðast í einhvern niðurskurð á þjónustu heilbrigðiskerfisins, þvert á móti, þannig að ég vísa því frá.

Varðandi öryrkjamálið vil ég leiðrétta hv. þm. Það þarf að breyta lögum til að ná því máli til framkvæmdar. (Gripið fram í.) Það liggur fyrir og ég geri ráð fyrir að frv. verði dreift hér í sölum þingsins fljótlega. Ég get ekki svarað því hvenær það verður.