Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 15:17:19 (2647)

2003-12-04 15:17:19# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[15:17]

Ásta Möller (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var áhugavert að hlusta á ræðu hv. þm. Einars Más Sigurðarsonar. Ég vil minna hann á að í frægri ræðu sem formaður Samf. flutti á landsfundi nýverið fjallaði hann m.a. um heilbrigðismál. Hann fullyrti þar að það skorti ekki fjármagn til heilbrigðiskerfisins heldur þyrfti skipulagsbreytinga við. Í ræðu hv. þm. kom fram að hann hefði áhyggjur af því ekki væri að fullu komið til móts við óskir stjórnenda heilbrigðisstofnana varðandi aukið fjármagn til að standa að óbreyttri starfsemi frá því sem nú er.

Ég vil því spyrja hv. þm.: Hvaða hugmyndir hefur hv. þm. um hvernig eigi að taka á óskum stjórnenda heilbrigðisstofnana um aukið fjármagn? Hvernig vill hv. þm. bregðast við óskum stjórnenda um aukið fjármagn til heilbrigðisstofnana?