Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 15:19:35 (2649)

2003-12-04 15:19:35# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[15:19]

Ásta Möller (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú talar hv. þm. ekki nægilega skýrt. Vill hann gera þær skipulagsbreytingar sem hann er að tala um? Hvaða skipulagsbreytingar vill hann gera? Eða vill hann koma til móts við auknar kröfur stjórnenda heilbrigðisstofnana um aukið fjármagn? Er hann þá sammála eða ósammála formanni sínum í þá veru? Þó að erfitt sé að gera grein fyrir því í stuttu máli þá hlýtur þingmaðurinn að hafa einhverjar hugmyndir í þessa veru. Vill hann eða vill hann ekki koma til móts við kröfur um aukið fjármagn? Vill hann skipulagsbreytingar eða hvað vill hann gera í þessu stóra málefni?