Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 15:20:15 (2650)

2003-12-04 15:20:15# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., Frsm. 1. minni hluta EMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[15:20]

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Einar Már Sigurðarson) (andsvar):

Frú forseti. Ég skal gera aðra tilraun fyrir hv. þm. til að tala skýrt. Ég taldi mig hafa talað mjög skýrt og ég tel að nefndarálit okkar sé mjög skýrt. Við teljum að gera þurfi skipulagsbreytingar í heilbrigðiskerfinu. Það fer ekkert á milli mála og er algerlega kristaltært að ég er sammála formanni mínum í þeim efnum.

Hins vegar hlýtur hv. þm. að vera vel ljóst að á meðan ekki eru gerðar skipulagsbreytingar verður haldið svona áfram. Eigi ekki að skerða þjónustu á sjúkrahúsunum þá verður að bæta fjármagni í það.

Þetta er svo einfalt mál, hv. þm., og svo skýrt að það á ekki að þurfa að endurtaka þetta mjög oft fyrir hv. þm. (ÁMöl: Hvaða skipulagsbreytingar?) Hvaða skipulagsbreytingar? Ég bendi hv. þm. á að lesa nokkra örstutta kafla í bréfi Ríkisendurskoðunar þar sem þessir hlutir koma skýrt fram.