Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 15:59:52 (2658)

2003-12-04 15:59:52# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., GÓJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[15:59]

Guðjón Ólafur Jónsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér heyrðist hv. þm. vera farinn að sjá ljósið og það er alltaf vel. Hann fagnaði þessu verki og sagði hér að það hefði verið unnið afar þarft og gott verk í þágu öryrkja. Ég verð auðvitað að fagna þeim ummælum hv. þm. og vona að fleiri hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar sjái ljósið og að hann reyni að upplýsa sína flokksfélaga og aðra þingmenn í stjórnarandstöðunni um það sem verið er að gera í málunum og það sem skiptir máli sem er auðvitað það að verið er að hækka bætur til yngstu öryrkjanna þannig að þær verða 135% hærri (Gripið fram í.) en í upphafi ríkisstjórnarsamstarfs Framsfl. og Sjálfstfl. Það er það sem skiptir máli og við eigum að fagna því, hv. þm.