Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 16:13:07 (2669)

2003-12-04 16:13:07# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., Frsm. 2. minni hluta JBjarn (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[16:13]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að hv. þm. Einari Oddi Kristjánssyni hafi ratast óvart satt orð á munn með þetta talnarugl. En það er skerðing á verkefnum þegar verkefni eru lögð niður á sjúkrahúsum. Í sumum landshlutum eru fleiri fæðingar orðnar á þjóðvegunum en áður voru á viðkomandi fæðingardeild sem var næst, vegna þess að það er búið að loka henni.

Veit hv. þm. t.d. hvað það eru margar fæðingardeildir starfræktar frá Akranesi til Egilsstaða, sem hefur fækkað nú á síðustu árum?

Hv. þm. bað um (EOK: Eina tölu.) eina tölu. Ég vil ógjarnan vera að vitna í einstök sjúkrahús (EOK: Þá tvær.) en það er alveg rétt að heilbrigðisstofnanir á Austurlandi standa frammi fyrir mikilli fjárþörf (Forseti hringir.) bæði vegna þess reksturs sem er í dag og þess sem bíður þeirra vegna þeirra aukinna umsvifa að þær eru skildar eftir með verulega fjárvöntun eins og hv. þm. er kunnugt um.