Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 17:44:43 (2674)

2003-12-04 17:44:43# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., GÓJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[17:44]

Guðjón Ólafur Jónsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta var nokkuð langt mál hjá hv. þm. Ég mundi vilja gera athugasemd við einn þátt í ræðu hv. þm., þ.e. varðandi fjárframlög til grunnlífeyris öryrkja. Ég vil í fyrsta lagi fagna því að hv. þingmenn Frjálslynda flokksins ætla að standa með ríkisstjórninni í þessu máli. Það er ákaflega mikið gleðiefni.

Á þskj. 574 sem dreift hefur verið á borð hv. þingmanna er að finna frv. til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar. Í því felst að verið er að standa við samkomulag sem hæstv. heilbrrh. og ríkisstjórnin gerðu við Öryrkjabandalag Íslands í vor. Hvað fólst í þessu samkomulagi, hæstv. forseti?

1. Stigið verði fyrsta skref til viðurkenningar á hinni margvíslegu sérstöðu þeirra sem verða öryrkjar snemma á lífsleiðinni.

2. Þeir sem yngstir verða öryrkjar til lífstíðar fá þannig hækkun á núverandi grunnlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins, sem nemur allt að tvöföldun grunnlífeyrisins.

3. Þeir sem verða öryrkjar síðar á lífsleiðinni fá hins vegar hækkun á núverandi grunnlífeyri með hliðsjón af aldri.

4. Hækkunin kemur til framkvæmda 1. janúar 2004.

Það er það sem gert er ráð fyrir í þessu fjárlagafrv. Þannig er það, hæstv. forseti. Orð skulu standa og orð munu standa.