Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 17:49:58 (2677)

2003-12-04 17:49:58# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[17:49]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér er ljóst að ég kem ekki hugsanagangi mínum inn í höfuðið á hv. þm. Hann skilur ekki hvað ég var að segja varðandi forsendur mínar, að yrðu fyrst felldar tvær brtt. þá mundi ég að sjálfsögðu styðja málið eins og það kemur frá ríkisstjórninni, það væri til bóta.

Það breytir ekki því, virðulegi forseti, að það hefur ekki verið staðið við efni samningsins við öryrkja. Það liggur algerlega klárt fyrir. Það er bara þannig. Eigi að breyta þeim samningi verður það auðvitað gert í samstarfi við Öryrkjabandalagið, að breyta honum og setja í hann dagsetningar um áfanga, ætli menn að fara í þetta í skrefum. En það er a.m.k. mín reynsla í aldarfjórðung að breyti maður samningum þá geri maður það í samráði við samningsaðilann.