Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 18:13:33 (2685)

2003-12-04 18:13:33# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[18:13]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Lög um umhverfisáhrif hafa verið í gildi í dálítinn tíma. Hæstv. ráðherra hefur verið vel kunnugt um þau því að þau hafa komið töluvert við hans ráðuneyti. Ég geri ráð fyrir því að menn séu þar farnir að átta sig töluvert á því hvernig þau virka í undirbúningi mála.

Það sem auðvitað hlýtur að vekja mikla athygli er að undanfarin mörg ár hafa menn einmitt unnið svona. Það hafa komið frá ríkisstjórninni ákvarðanir um átök og niðurskurð í vegamálum á víxl. Maður eiginlega skilur ekki stundum hvað eiginlega er á ferðinni hvað þetta varðar.

Núna þarf að koma saman fjárlögum og þá er hlaupið til í þennan lið og skorið niður þar. Kannski var það allt í lagi af því að menn hafa ekki vandað sig nógu mikið. Ég skal ekkert alveg fullyrða um það. Menn þurfa auðvitað að fara yfir þetta allt saman.

En það vekur alveg sérstaka athygli hvernig unnið hefur verið að þessum málum í gegnum tíðina. Það eru sko ekki eitt, tvö, þrjú eða fjögur skipti sem (Forseti hringir.) menn hafa farið í svona lagað. Ætli þau séu ekki ein tíu?