Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 20:18:21 (2703)

2003-12-04 20:18:21# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[20:18]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Guðjóni A. Kristjánssyni fyrir þessar upplýsingar. Það sem mér finnst skipta mestu máli er að Byrgismenn verði ekki skildir eftir í lausu lofti og að þeir fái fast land undir fætur. Hér voru gefin fyrirheit af hálfu ríkisstjórnarinnar og fulltrúa hennar og vísað hefur verið í ummæli fyrrv. formanns fjárln. hér á Alþingi fyrir ári. Og eftir því sem ég best veit hefur ekki verið staðið við þær skuldbindingar.